Valgerður Gunnarsdóttir

Valgerður Gunnarsdóttir (fædd á Dalvík árið 1955) er fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit. Valgerður sat í bæjarstjórn á Húsavík frá 1986 til 1998 og var forseti bæjarstjórnar frá 1994 til 1996. Hún var formaður Skólameistarafélags Íslands frá 2009-2013.[1][2]

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG)

Fæðingardagur:17. júlí 1955 (1955-07-17) (68 ára)
Fæðingarstaður:Dalvík
6. þingmaður Norðausturkjördæmis
Flokkur:Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn
Nefndir:Fjárlaganefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Þingsetutímabil
2013-2017í Norðaust. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2013-20163. varaforseti Alþingis
2016–20174. varaforseti Alþingis
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Starfsferill og stjórnmálaþátttaka

Valgerður sat í bæjarstjórn á Húsavík fyrir Kvennalistann frá 1986 til 1998. Hún var forseti bæjarstjórnar frá 1994 til 1996. Á árunum 1986 til 1990 sat hún í stjórn útgerðarfélagsins Höfða á Húsavík. Hún sat í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík frá 1987 til 1999 og sat í fræðslu- og menningarmálanefnd Húsavíkur frá 1994 til 1999. Valgerður hefur verið í Sjálfstæðisflokknum frá árinu 2008 og náði 2. sæti í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi í janúar 2013.

Valgerður var íslenskukennari, deildarstjóri og námsráðgjafi við Framhaldsskólann á Húsavík frá stofnun skólans árið 1987 til ársins 1999, þegar hún var skipuð skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Valgerður var kjörin í stjórn Skólameistarafélags Íslands árið 2000 og var formaður þess frá 2009-2013. Hún hefur verið formaður Samstarfsnefndar framhaldsskóla á Norðurlandi frá árinu 2006.

Menntun

Valgerður lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Dalvíkur árið 1971. Hún sótti námskeið í matreiðslu fyrir matreiðslumenn á fiskiskipaflotanum við Húsmæðraskólann á Akureyri veturna 1973 og 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1975 og BA prófi í íslensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Árið 1996 lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri.

Fjölskylda

Valgerður er fædd á Dalvík árið 1955. Foreldrar hennar eru Ásta Jónína Sveinbjarnardóttir og Gunnar Þór Jóhansson skipstjóri. Eiginmaður hennar er Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður og varaþingmaður á Húsavík. Börn þeirra eru Emilía Ásta Örlygsdóttir (fædd 1977), Örlygur Hnefil Örlygsson (fæddur 1983) og Gunnar Hnefil Örlygsson (fæddur 1990). Börn Valgerðar reka hótel og ferðaþjónustu á Húsavík. Tengdafaðir Valgerðar var Jón Hnefill Aðalsteinsson (1927-2010), prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Tenglar

Tilvísanir

Heimildir


Fyrirrennari:
Þorvaldur Vestmann Magnússon
Forseti bæjarstjórnar á Húsavík
(19941996)
Eftirmaður:
Katrín Eymundsdóttir
Fyrirrennari:
Hjalti Jón Sveinsson
Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum
(1999 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti


🔥 Top keywords: XXX RottweilerhundarForsíðaÍslenski þjóðhátíðardagurinnFjallkonanKerfissíða:Nýlegar breytingar17. júníJón Sigurðsson (forseti)Erpur EyvindarsonKerfissíða:LeitBrúðkaupsafmæliCarles PuigdemontÁgúst Bent SigbertssonFeðradagurinnMeð allt á hreinuBeinbrunasóttHver á sér fegra föðurlandMúsíktilraunirÍslandFiann PaulÍslenski fáninnFullveldisdagurinnWikipedia:HeimildirHofsjökullHljómsveitListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaStuðmennÍslenski þjóðbúningurinnFullveldiXXX Rottweilerhundar (breiðskífa)Hæsta hendinÞjóðhátíðardagurListi yfir íslensk mannanöfnXXXEvrópukeppnin í knattspyrnu 2024Lýðveldishátíðin 1944Listi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaSeinni heimsstyrjöldinHalla TómasdóttirLand míns föður