Pieris

aðgreiningarsíða á Wikipediu

Pieris [1])[2] er ættkvísl sjö tegunda runna í Lyngætt, ættuð úr fjallasvæðum austur og suður Asíu, austur Norður Ameríku og Kúbu. Þetta eru sígrænir runnar, 1 til 6m háir. Leðurkennd blöðin eru skrúfstæð, og virðast oft vera í hvirfingum í greinaendum með nakta sprota innar; þau eru lensulaga til til egglaga, 2 til 10sm löng og 1 til 3,5 sk breið, og með heilum eða tenntum jaðri. Ný blöð að vori eru yfirleitt með skærum lit. Blómin eru bjöllulaga 5 til 15 sm löng, hvít eða bleik í klasa 5 til 12 sm löngum. Ávöxturinn er viðarkennt hylki sem skiftist í fimm hluta sem losar fjölda smárra fræja.

Pieris
Pieris japonica
Pieris japonica
Vísindaleg flokkun
Ríki:Jurtaríki (Plantae)
Fylking:Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur:Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur:Lyngbálkur (Ericales)
Ætt:Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl:Pieris
D.Don
Vorlitir á Pieris

Pieris tegundir eru fæða fiðrilda af Lepidopteraætt. Þar á meðal Ectropis crepuscularia.

Ættkvíslarnafnið er dregið af staðarheitinu Pieria í Grikklandi, sem samkvæmt grískri goðafræði er heimkynni Menntagyðjanna.[1]

Tegundir

  • Pieris cubensis (Grisebach) Small. Western Cuba.
  • Pieris floribunda (Pursh ex Simms) Benth. & Hook. – austur Bandaríkin.
  • Pieris formosa (Wallich) D.Don – Himalajafjöll, suðvestur Kína (Yunnan), norður Myanmar.
  • Pieris japonica (Thunb.) D.Don ex G.Don – austur Kína, Japan, Taiwan.
  • Pieris nana (Maxim.) Makino (syn. Arcterica nana). Japan, austur Síberia.
  • Pieris phillyreifolia (Hook.) DC. – Suðvestur Bandaríkin.
  • Pieris swinhoei Hemsley - suðaustur Kína (Fujian, Guangdong).

Ræktun

Þær eru ræktaðar sem skrautplöntur, ekki síst vegna skærra litanna snemma vors, blómanna og sígrænna blaðanna. Mismunandi ræktunarafbrigði hafa verið valin fyrir mismunandi vorlit. Þeir vaxa best á skuggsælum stað, í skjóli frá þurrum næðingi að vetri.

Ræktunarafbrigði

Eftirfarandi afbrigði hefa fengið Royal Horticultural Societys Award of Garden Merit:-


Eiturhrif

Pieris floribunda er þekkt sem mjög eitruð.[16][17]

Tilvísanir

Ytri tenglar