Sæll Halfdan, þú spurðir mig um landakort fyrir grein um Hornafjörð, hér eru kort fyrir þig sem ég hef splæsað saman af því tilefni.

HöfnMynd:Hornafjörður.png

--Bjarki Sigursveinsson 00:35, 9 mar 2005 (UTC)

Nýjar greinar

Þegar þú gerir nýjar greinar vinsamlegast bættu við tungumálatenglum eða tengil í önnur mál, er nóg að gera [[en:grein um málefnið á ensku wikipedia]] neðst í greinina, þá bætist við á öðrum tungumálum sem fólk getur þá notað til að fara á ensku greinina. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:26, 11 mar 2005 (UTC)

Ekki málið. Þarf líka að breyta kommum og punktum í tölum yfir á íslenska mátann. Þetta gleymist stundum. Er til róbóti sem að fer yfir síður sem að vantar tungumálatengla á? --Hálfdan Ingvarsson 20:31, 11 mar 2005 (UTC)
Ég keyri einn slíkan (Sauðkindin), hann(hún ;=) gæti líka breytt kommum yfir á íslenska mátann, hinsvegar virkar augljóslega ekki að uppfæra tungumálatenglana ef enginn tengill er fyrir nema með að láta þann sem er að keyra hann koma handvirkt með þann tengill í hvert skipti. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:35, 11 mar 2005 (UTC)

Jafnvel óþarfi að afrita þetta allt af ensku eins og þú hefur verið að gera, nóg að bæta bara einum tengli á enskuna svo bætir bottinn við restinni. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:02, 12 mar 2005 (UTC)

Eðalsvalt. Geri það bara. Kærar þakkir. --Hálfdan Ingvarsson 00:05, 12 mar 2005 (UTC)

Þýðing

Veist þú hvað en:Triple point er á íslensku? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:15, 14 mar 2005 (UTC)

Þrípunktur. Í alvörunni. -Hálfdan Ingvarsson 23:23, 14 mar 2005 (UTC)

Afhending ananasins

Ananasinn hlýtur Halfdan fyrir afburðar stubbalinga og góðan húmor

Mig langaði að nota tækifæri og gefa þér Ananasin sem vott um góða efnafræðistubba og skemmtilegan húmor. Megi þetta verða til fleiri efnafræðistubba og skemmtilegra brandara í breytingaskránni, húrrahúrrahúrra :D --Friðrik Bragi Dýrfjörð 00:42, 15 mar 2005 (UTC)

Do you speak English??

Hello I'm from French wiki, I'd like to find some one here to help me to set links between our wiki see my home page fr:Utilisateur:Oliviosu to anser.

Frumefni

Hef tekið eftir að þú skrifar oft: „x er frumefni með skammstöfunina y“ og var að spá í hvort það væri ekki betra að skrifa þetta „x er frumefni með efnatáknið y“. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. ágúst 2005 kl. 00:07 (UTC)

Góð ábending. Þetta er samt slatti af síðum sem að þyrfti að breyta. Væri nokkuð hægt að keyra Sauðkindina á þetta? -- Hálfdan Ingvarsson 10. ágúst 2005 kl. 16:29 (UTC)

Gerði það, þó breytti ég engum síðum sem gerðar voru eftir 13. júlí 2005. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. ágúst 2005 kl. 22:40 (UTC)

Allotropia

Sæll Hálfdan og takk fyrir greinina um fjölgervi. Það er nú svona og svona að vera betri í erlendum málum en sínu eigin, allavega hvað þetta varðar. Ég lærði töluvert í efnafræði hér á árum áður og það á „íslensku“, en þá hét þetta bara allotropy eða allotropia og ég vissi ekki til að það hefði verið íslenskað. En við umhugsun þá held ég bara að íslenskunin sé vel heppnuð. Kveðja, Moi

Málfar

Það gladdi mitt gamla hjarta þegar ég sá núna áðan að fyrsta greinin sem ég skrifaði hér, um rafhlöður, hefði verið útnefnd úrvalsgrein. Þá er ég ennþá meira hissa yfir að fá frá þér nöldur vegna smekksatriðis um stafsetningu. Það væri annað ef við værum að tala um slæmt málfar eða kerfisbundnar málvillur. Nóg er af þeim. Einn af kostunum við þennan vef er að slíkt má alltaf laga. Þar hef ég lagt hönd á plóg og lagað ótvíræðar málvillur í ýmsum greinum. En menn geta líka gengið lengra og breytt textum til samræmis við málfarslegan smekk sinn, ef þeim finnst það taka því. Sama er mér. Er þetta nokkurt vandamál? Ég býð samstöðu og samstarf um sameiginleg áhugamál.--Ásgeir IV.

Hvaða, hvaða? Þetta var nú meira skrifað í gríni heldur en sem eitthvað almennt nöldur um málfar. Ég er nú manna verstur hvað varðar málvillur og þess háttar. Mér var bara hugsað aftur til gamla íslenskukennarans míns sem var mesti andzetumaður sem heimildir geta til um. Sástu kannski ekki broskallinn? --Hálfdan Ingvarsson 18. janúar 2006 kl. 21:42 (UTC)

Ókei ekkert mál. Það er erfiðara að greina nöldur frá "gríni" þegar fólk þekkist ekki. Tölum saman. :) Ásgeir IV.

Ófullnægjandi upplýsingar um mynd

Ein eða fleyri myndir sem þú hefur hlaðið inn hafa ekki fengið nægilegar upplýsingar til að við getum haldið þeim hér á Wikipedia. Vinsamlegast bættu við þeim upplýsingum sem beðið er um á innhlaðningarsíðunni á þær myndir sem þú átt í flokknum Ófullnægjandi upplýsingar um mynd eða skrá 2007, vika 22. Ef þetta verður ekki gert innan við viku þá verður þeim eytt. --Steinninn spjall 11:58, 2 júní 2007 (UTC)

Bíddu nú við. Hvaða mynd var þetta eiginlega? Hálfdan Ingvarsson 18:59, 23 ágúst 2007 (UTC)