Þetta er spjallsíða Ásgeirs IV. Ef þér viljið senda oss skilaboð eða koma að athugasemd getið þér annaðhvort smellt á "Breyta" flipann og prjónað aftan við textann sem þar er, eða smellt á þennan hentuga hnapp hér fyrir neðan.

Setja inn nýja athugasemd

Z

Ætlaði bara benda á það að zetan hefur verið útlægð úr íslensku máli í ein 32 ár :-) -- Hálfdan Ingvarsson 28. ágúst 2005 kl. 21:33 (UTC)

Samkvæmt fasískum stjórnvöldum já ;) —Ævar Arnfjörð Bjarmason 30. ágúst 2005 kl. 17:57 (UTC)

Ófullnægjandi upplýsingar um mynd

Ein eða fleyri skrá sem þú hefur hlaðið inn hafa ekki fengið nægilegar upplýsingar til að við getum haldið þeim hér á Wikipedia. Vinsamlegast bættu við þeim upplýsingum sem beðið er um á innhlaðningarsíðunni á þær skrár sem þú átt í flokknum Ófullnægjandi upplýsingar um mynd eða skrá 2007, vika 22. Ef þetta verður ekki gert innan við viku þá verður þeim eytt. Ef þú hefur eitthverjar spurningar, þá er þér velkomið að skrifa mér línu í spjallinu mínu. --Steinninn spjall 12:29, 2 júní 2007 (UTC)

Það er nú orðið svolítið síðan þannig að ég man þetta ekki lengur í smáatriðum, en allar myndir sem ég setti í þær greinar sem ég skrifaði, fékk ég úr samsvarandi greinum ýmist á ensku eða þýzku Wikipediu. Þar eru þær löglegar og ættu að vera það líka hér. Ásgeir IV. 21:02, 4 júní 2007 (UTC)

Flokkun

Sæll. Af hverju má flokkurinn tækni ekki vera í flokknum hagnýtt vísindi (eins og er t.d. tilfellið á ensku Wikipediunni)? --Cessator 20. ágúst 2008 kl. 14:38 (UTC)

Flokkun "tækni"

Af því tækni hefur sinn eigin stóra flokk á forsíðu Wikipediu við hlið vísinda svo mér sýnist það óþarfa tvíverknaður. Mér sýnist réttara að setja fög á borð við matvælafræði og lyfjafræði í flokkinn Hagnýt vísindi (sem er reyndar vitlaust stafsett, á að vera eitt "t"). Ásgeir IV. 20. ágúst 2008 kl. 14:44 (UTC)

Þetta er einhver misskilningur; tenglahóparnir á forsíðunni eru ekki hluti af flokkakerfinu, þeir eru bara tenglahópar sem auðvelda lesandanum að vafra um kerfið. Svo eru hagnýtt vísindi skrifuð með tveimur t, því það eru öll vísindi (mögulega) hagnýt á einn eða annan hátt en þau eru ekki öll hagnýtt (þ.e. nýtt í þágu einhvers). Sbr. t.d. hagnýtt siðfræði (sem er nota bene ekki hagnýt siðfræði í þeim skilningi að hún sé nýtilegri en önnur siðfræði heldur hagnýtt í þeim skilningi að hún hefur verið nýtt til að varpa ljósi á raunveruleg siðferðileg álitamál/deilumál). --Cessator 20. ágúst 2008 kl. 14:51 (UTC)
Sbr. einnig fletuna „hagnýttur“ í Orðabók Háskólans: „Þeir, sem leggja stund á hagnýtta stærðfræði [...]“ og „Sú grein er hin hagnýtta erfðafræði [...]“. Hér er upphaflega um að ræða lýsingarhátt þátíðar af sögninni „hagnýta“ en ekki lýsingarorðið „hagnýtur“. --Cessator 20. ágúst 2008 kl. 14:57 (UTC)
Út af því sem þú varst að taka út má svo sem benda líka á Categories do not form a tree. --Cessator 20. ágúst 2008 kl. 15:02 (UTC)

ÁL

Þú ert margt fróður um ál, en segðu mér er eir notað jöfnum höndum um kopar líkt og þú gerir? Svo var það annað, notaru z almennt sömuleiðis?? Kveðja --Jabbi 20. ágúst 2008 kl. 17:54 (UTC)

Eir er forn og góð íslenzka sem lifir góðu lífi m.a. í orðasamböndum eins og að eitthvað beri af eins og gull af eiri. Sennilega er samt algengara að talað sé um kopar nú til dags. En í slíkum álitamálum er ég vanur að velja þann valkost sem er íslenzkari, enda tel ég að wikipedian geti gegnt þýðingarmiklu hlutverki við viðhald og styrkingu íslenzks máls nái hún (wikipedian) þeirri stöðu að verða ítarlegt og vinsælt uppflettirit. Og já, ég nota z þó ég sé ekki svo gamall að hafa lært hana í skóla, því ég tel stafsetningu með henni rökréttari. Mér finnst fólk varla nýta tíma sinn vel með því að breyta zetunum mínum í s, en ergi mig þó ekki yfir því. :) Ásgeir IV. 22. ágúst 2008 kl. 22:37 (UTC)