Norræn sönghátíð

Norræn sönghátíð eða Norrænt stúdentakóramót, NSSS er mót sem haldið er á þriggja ára fresti á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.

Forsaga

Frá árinu 1987 hafa háskólakórar á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum safnast saman til eins konar kórmóts. Fyrsti fundurinn var haldinn árið 1987 undir nafninu Norrænu stúdentakórfundur á vegum háskólakórsins í Linköping. Þá var tekin upp gömul 19. aldar hefð þegar skandinaviskir kórar ferðuðust um Skandinavíu á járnbrautarlestum og bátum til að hittast.Á fyrsta fundinum, var áhesrla einkum lögð á leiðbeiningar, kennsla og félagsskap. Frá 1996, þegar 1400 söngvarar fluttu Carl Orff's Carmina Burana í Kaupmannahöfn og í Tallinn níundu sínfoniu Beethovens, urðu fundirnir meira opinberir viðburðir. Í Lappeenranta (Lappeenranta) í Finnlandi voru frumflutt tvö verk: Leif Segerstams Symphony nr. 111 og Marcus Fagerudds Das Lied des Wassers undir stjórnun Leif Segerstams.

Tilgangur

Tilgangur NSSS er að safna kórum á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum, undir merkjum vináttu og félagsskapar og með fyrsta flokks tónlist. NSSS mótið verður haldið á þriggja ára fresti í viðkomandi löndum.

NSSS 1987-2020

Tengt efni

Tilvísanir

Tenglar