McG

Joseph McGinty Nichol (fæddur 9. ágúst 1970), betur þekktur sem McG, er bandarískur leikstjóri og framleiðandi kvikmynda og sjónvarpsþátta, ásamt því að vera fyrrverandi upptökustjóri.

McG
Upplýsingar
FæddurJoseph McGinty Nichol
9. ágúst 1970 (1970-08-09) (53 ára)
Ár virkur2000 -

McG á sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Wonderland Sound and Vision, stofnað 2001, sem hefur séð um framleiðslu á þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem hann hefur unnið við síðan hann gerði Charlie's Angels: Full Throttle.

Einkalíf

Joseph McGinty Nichol fæddist í Kalamazoo í Michigan og ólst upp í Newport Beach í Kaliforníu. Þar sem bæði frændi hans og afi hans voru báðir kallaðir Joe, þá var hann nefndur McG af móður sinni til þess að losna undan misskilningi, en gælunafnið festist við hann síðan hann fæddist.[1] Hann á einn bróður og faðir hans á fyrirtæki sem prófar lyf fyrir lyfjafyrirtæki.

McG stundaði nám við Corona del Mar High School, þar sem hann kynntist Mark McGrath. Í fyrstu vildi hann verða aðalsöngvari í hljómsveit sem hann stofnaði með honum. En hann náði aldrei að vera aðalsöngvarinn og bað McGrath um að taka við, vann hann bakvið tjöldin sem framleiðandi og sölumaður í staðinn. Þegar hann var 22 ára sótti hann Kaliforníuháskóla í Irvine og tók BA-gráðu í sálfæði,[2]. Á sama tíma vann McG sem ljósmyndari með því að taka myndir af hljómsveitum og tónlistarmönnum. Þetta leiddi hann til þess að stofna G Recordings árið 1993.[3]

Í desember 2008 var hann verðlaunaður sem Kodak-kvikmyndagerðarmaður ársins af CineAsia.[4]

Ferill

Tónlist

Árið 1995, McG framleiddi fyrsta albúm Sugar Ray og er samhöfundur að nokkrum lögum, þar á meðal „Fly“. Tónlistarferill hans innihélt yfir fimmtíu tónlistmyndbönd, eins og „All Star“ með Smash Mouth og „Pretty Fly (For a White Guy)“ með The Offspring.

Tónlistarmyndbönd

McG leikstýrði auk þess heimildarmyndum um Korn og Sugar Ray. Árið 1997 fékk hann Billboard-tónlistarverðlaunin fyrir besta popvideo ársins fyrir Walking on the Sun með Smash Mouth og Music Video Production Association verðlaunin fyrir besta popvideo ársins fyrir Fly með Sugar Ray.[2]

Sjónvarpsauglýsingar

McG leikstýrði auglýsingum fyrir Major League Baseball og Coca-Cola. Ein auglýsing hans fyrir Gap var verðlaunuð árið 1999 við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í London.[5]

Kvikmyndir

Árið 2000 þá var McG boðið af Drew Barrymore að leikstýra Charlie's Angels þar sem hún var svo hrifin af tónlistarmyndböndum hans. Sem hann samþykkti, þar sem honum langaði í stærri verkefni og seldi myndina til stúdíó yfirmannanna, sem voru í fyrstu tregir en létu svo undan á endanum. Myndin var frumsýnd árið 2000 og tók hún inn yfir 250 milljónir dollara alþjóðlega, við misjafna hrifningu gagnrýnanda og áhorfenda. Samt sem áður þá vann hann Hollywood Breakthrough verðlaunin á Hollywood Kvikmyndahátíðinni árið 2002.[2]

Í febrúar 2002, þá vann hann með Jon Peters og Lorenzo di Bonaventura við fimmtu myndina í Superman seríunni sem var þá á þróunarstiginu. McG og Peters réðu J.J. Abrams til þess að skrifa handritið að myndinni sem kallaðist Superman: Flyby, sem var gefið út í júlí 2002.[6] Eftir að hafa losað sig undan verkefninu til þess að gera Charlie's Angels: Full Throttle í september 2002, þá var McG skipt út fyrir Brett Ratner.

Warner Bros. voru enn ánægðir með hann og enduréðu hann til þess að leikstýra Superman: Flyby í apríl 2003 eftir að Ratner datt út. Á meðan hann var enn við verkefnið þá skipulögðu McG og stjórnendurnir söguborð, hugmyndir og staðsetningar ásamt breytingum að handritinu. En ekkert gerðist og McG yfirgaf verkefnið, vegna flughræðslu til Sydney, Ástralíu.[7] Þetta gerði það að verkum að Bryan Singer endaði með að leikstýra Superman Returns.[8] Árið 2006 þá leyfði Warner Bros., McG sem "virtist vera að lagast sem sögumaður og langaði að vinna að betri verkefnum" til þess að leikstýra íþrótta-drama myndinni We Are Marshall.[1] Þó að myndin fékk misjafna dóma, en McG var hyllt fyrir að hafa komið sögunni vel frá sér. Jessica Reaves frá Chicago Tribune sagði að "McG sýnir nýja hlið á sér. Senur eins og flugslyið og afleiðingar þess voru vel gerðar.[9]

McG ákvað ásamt Adam Brody, að gera endurgerð af Revenge of the Nerds, sem átti að vera frumsýnd árið 2007 með fjármang upp á 5 milljónir dollara og upptökur áttu að byrja við Emory University. Samt sem áður, eftir að hafa fengið handritið, háskólayfirvöld bökkuðu út tveim vikum áður en upptökur hófust, þar sem handritið var illa skrifað. Þetta leiddi til þess að myndin var tekin upp við Agnes Scott College í tvær vikur, en eftir á, Fox Atomic og framleiðendur settu það upp í hillu vegna skorts af víðskotum, opna rýmið við Emorys háskólann hefði gefið þeim það, og þar sem vetur var að nálgast hratt, sem myndi gera það erfitt fyrir að ná þeim senum sem þeir þurftu.[10] Ásamt því að yfirmaður stúdíósins Peter Rice var ósáttur með þær upptökur sem voru til staðar.[11]

Þann 2. ágúst 2007, þá skrifaði McG undir þriggja ára- framleiðslu samning fyrir hönd Wonderland Sound and Vision við Warner Bros., með áætlun um að framleiða þrjár myndir á ári og leikstýra einni af þeim hvert ár. Fyrstu þrjár myndirnar áttu að vera Nightcrawlers, Yucatan, og Maintenance.[12] Samt sem áður leit engin af þessum myndum dagsins ljós.[13]

Næsta kvikmynda verkefni McGs var Terminator Salvation (2009), fjórða myndin í Terminator seríunni. Eftir að Halcyon Company keypti réttinn, réðu þeir McG fyrir verkefnið sem hann fékk 6 million dollara fyrir.[14] Þó að hann hafi lofað aðdáendum að færa aftur trúverðugleika seríunnar, með því að ráða Christian Bale og eftir einlægt samtal við James Cameron. Myndin var frumsýnd 21. maí, 2009 í Bandaríkjunum og Kanada, fékk neikvæða gagnrýni af öllum myndunum í seríunni. Heildartekjur myndarinnar alþjóðlega voru 370 milljónir dollara.[15]

Næsta verkefni hans var að leikstýra endurgerðinni af '20,000 Leagues Under the Sea fyrir Disney, þar sem hann vildi ráða Sam Worthington sem Captain Nemo.[16] En eftir að hafa eytt 10 milljónum dollara í frumvinnslu, þá ákvað Rich Ross yfirmaður Disney að setja stoppa verkefnið vegna ágreinings um mismunandi áherslur á myndina, og McG er ekki lengur tengdur verkefninu.[17] Í staðinn þá fór McG í samningaviðræður við 20 Century Fox um að leikstýra grín-spennumyndinni This Means War, sem skartar Reese Witherspoon, Chris Pine og Tom Hardy og verður frumsýnd í febrúar 2012.

McG hefur verið í samningaviðræðum að sjá um framleiðslu og þróun nýrrar Terminator myndar, eftir að hafa gert 10 milljóna dollara samning við Halcyon Company,[14][18] en þar sem kvikmyndarétturinn er nú í eigu Pacificor þá hafa líkur hans minnkað til muna. [19]

McG hefur verið aktívur í þróun rokk söngleiksins Spring Awakening.[20] Hann er að plana framleiða og taka upp myndina á sex vikum fyrir 25 milljónir dollara.[5] McG er einnig tengdur við kvikmynd byggða á Jon Stocks Dead Spy Running bókinni,[21] og framleiða I Am A Genius of Unspeakable Evil and I Want to be Your Class President, kvikmynd byggð á bókinni eftir Josh Lieb,[22] og Medieval, kvikmynd sem hann ætlaði að leikstýra en hefur verið gefið til Rob Cohen.[23] McG hefur einnig verið tengdur við Elysium, nútímasaga um Grísku goðsagnirnar, skrifuð af Matt Cirulnick;[24];Medallion, spennumynd með Nicolas Cage um meistaraþjóf sem leitar að rændri dóttur sinni;[25] kvikmynd byggð á The DUFF (Designated Ugly Fat Friend);[26] Tink, rómantísk-grínmynd byggð á Tinkerbell;[27] og CBS Films Face It.[28] Önnur verkefni sem McG hefur áhuga á eru meðal annars, Seinni heimstyrjaldar mynd byggð áDo Androids Dream of Electric Sheep?, sem var einu sinni gerð af Ridley Scott sem hin 1982 Blade Runner er gerð eftir.[1][29]

Sjónvarp

Árið 2002 þá þróaði McG þáttinn Fastlane með John McNamara, sem var hætt við vegna há kostnaðar á fyrsta þættinu, en má finna á heimavideo. Josh Schwartz leitaði til hans og meðframleiðanda hans, Stephanie Savage, varðandi annan sjónvarpsþátt sem var The O.C. . McG framleiddi sjónvarpseríuna The Mountain, sem var síðan hætt við eftir aðeins eina seríu. Næsta sjónvarpsverkefni hans var Supernatural(2005), þar sem hann er meðframleiðandi. Þátturinn fjallar um tvo bræður sem elta uppi djöfla og er enn við sýningar til dags.

Árið 2007, McG vann aðallega við sjónvarpið, framleiddi hann, Pussycat Dolls Present: The Search For the Next Doll (2007) og Chuck (2007). Sem hann framleiddi með Josh Schwartz, félagi hans við The O.C., leikstýrði hann síðarnefnda þættinum og heldur áfram að vera meðframleiðandi þáttarins. Fox hafði gefið handritaleyfi fyrir Invisible, McG-sjónvarpsþáttur skrifaður af Ari Eisner um glæpamann sem getur orðið ósýnilegur. Frá 2009, þá hafa engar upplýsingar komið fram varðandi þáttinn.[30]

Auk þess samþykkti Fox þann 30. október 2007 kynningaþátt fyrir endurgerð á breska þættinum Spaced, þar sem McG er framleiðslustjóri. Simon Pegg og aðdáendur urðu reiðir þar sem aðild upphaflegu höfunda var ekki notuð. Samt sem áður var kynningarþátturinn skrifaður af Adam Barr,[31] en var rakkaður svo niður, sem endaði með því að Fox hætti við seríuna.[32] McG sem þá var framleiðandi að Pussycat Dolls Present: Girlicious(2008). Pussycat Dolls Present: serían sem var svo hætt við. Hann var framleiðslustjóri fyrir WB Television Network's internet seríuna, Sorority Forever (2008) og Exposed(2008) líka.[33]

Fyrirtæki hans, seldi þrjá nýja þætti fyrir 2009-2010 tímabilið, Thunder Road raunveruleikaþáttur til CBS,[34]Limelight sem var byggt á lífi Pharrell Williams til ABC,[35] og Human Target sem var byggt á teiknimyndasögu til Fox. Aðeins Human Target var gerður af seríu og voru tvær þáttaraðir gerðar. [36] Árið 2010 þá seldi hann The CW þáttinn Nikita, sem er endurgerð af La Femme Nikita og hafa tvær þáttaraðir verið gerðar til þessa.

Nýjustu sjónvarpsþættirnir sem hann er með í bígerð eru Zombies vs. Vampires, sem fjallar um tvo lögreglumenn, þar sem annar þeirra gerist vampíra og þarf að vinna við glæpi tengda uppvakningum[37], einkaspæjara þáttinn I, Pi sem hann meðþróaði með Paul Scheuring, ;[38] og netserían Aim High sem var frumsýnd 1. Ágúst 2011 á Facebook. [39]

Kvikmyndir

Kvikmynd
ÁrTitillSkráður semAthugasemd
LeikstjóriFramleiðandiRithöfundur
2000Charlie's AngelsHæstu helgar heildartekjur sem leikstjóri.
2003Charlie's Angels: Full Throttle
2006Stay Alive
2006We Are Marshall
2009Terminator Salvation
2010Fantasyland
2012This Means War
2012StolenÍ eftirvinnslu
Sjónvarpið
ÁrTitillSkráður semAthugasemd
LeikstjóriFramleiðandiRithöfundur
2002FastlaneLeikstýrði fyrsta þættinum.
2003-2007The O.C.
2004The Mountain
2005-til dagsSupernatural
2007Pussycat Dolls Present: The Search For the Next Doll
2007-2012ChuckLeikstýrði aðeins fyrsta þættinum.
2008SpacedHætt við áður en hann var frumsýndur.
2008Pussycat Dolls Present: Girlicious
2008Sorority ForeverInternet sería.
2010ExposedInternet sería.
2010-2011Human Target
2010-til dagsGhostfacersInternetsería
2010-til dagsNikita
2011Aim HighInternetsería

Neðanmálsgreinar

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „McG“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. september 2009.

Tenglar