Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu

Króatíska karlandsliðið í knattspyrnu (Króatíska: Hrvatska nogometna reprezentacija) er fulltrúi Króatíu í alþjóðlegri knattspyrnu. Landsliðinu er stjórnað af króatíska knattspyrnusambandinu. Besti árangur króatíska landsliðsins á FIFA heimsmeistarakeppninni var á heimsmeistaramótinu HM 2018 þar sem þeir náðu 2.sæti.

Króatíska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnVatreni (Þeir Jakkaklæddur) Kockasti (Ferniningarnir)
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariZlatko Dalić
FyrirliðiLuka Modrić
LeikvangurBreytilegt
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
7 (6. apríl 2023)
3 ((janúar 1999))
125 ((mars 1994))
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
4-0 gegn Sviss, Zagreb, Júgóslavía 2. apríl 1940
Stærsti sigur
10-0 gegn San Marínó , París Frakklandi 4. júní, 2016
Mesta tap
0-6 gegn Spáni 11. september 2018
Heimsmeistaramót
Keppnir6 (fyrst árið 1998)
Besti árangur2. sæti (2018)
Evrópukeppni
Keppnir6 (fyrst árið 1996)
Besti árangurUndanúrslit(1996, 2008)


Saga

Króatía lék sinn fyrsta alþjóðlega leik sem land 2. apríl 1940. Við stríðslok 1945 varð Króatía aftur hluti af Júgóslavíu. Næstu áratugi spiluðu króatískir leikmenn fyrir júgóslavneska karlandsliðið í knattspyrnu. Eftir að Króatía varð aftur sjálfstætt ríki hóf liðið að spila aftur í alþjóðafótbolta. Króatía lék sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í Zagreb 17. október 1990, þó að landið hafi enn tilheyrt Júgóslavíu á þeim tíma. Þann leik vann Króatía 2-1.

Árið 1996 tókst Króötum að tryggja sig á EM 1996 í Englandi, sem var fyrsta stórmót liðsins. Eftir sigra gegn ríkjandi Evrópumeisturum Dana 3-0 og 1-0 sigur gegn Tyrklandi í fjórðungsúrslitum tapaði liðið gegn Þýskalandi 1-2. Króatíski framherjinn Davor Šuker gerði eitt af fallegri mörkum mótsins í í leiknum gegn Danmörku. Árið 1998 tóku Króatar þá á sínu fyrsta heimsmeistarmóti HM 1998 þar gerðu þeir sér lítið fyrir og nældu sér í brons. í liðinu voru margir frægir leikmenn í alþjóðafótbolta eins og Davor Šuker og Zvonimir Boban. Davor Šuker var markahæsti leikmaður mótsins með sex mörk.

Króatía spilaði til úrslita á HM 2018 á móti Frakklandi og náðu 2. sæti. Á HM 2022 náði Króatía 3. sæti. Luka Modric var lykilmaður og hreppti hann í gullknöttinn 2018.

Króatískir stuðningsmenn á EM 2012


EM í knattspyrnu

ÁrGestgjafarÁrangur
EM1996 England8. liða úrslit
EM 2000  Belgía &  HollandTóku ekki þátt
EM 2004  PortúgalRiðlakeppni
EM 2008  Austurríki &  Sviss8. liða úrslit
EM 2012  Pólland &  ÚkraínaRiðlakeppni
EM 2016  Frakkland16. liða úrslit
EM 2021 Evrópa 16. liða úrslit

HM árangur

ÁrGestgjafarÁrangur
HM 1998  FrakklandBrons
HM 2002  Suður-Kórea &  JapanRiðlakeppni
HM 2006  ÞýskalandRiðlakeppni
HM 2010  Suður-AfríkaTóku ekki þátt
HM 2014  BrasilíaRiðlakeppni
HM 2018  RússlandSilfur
HM 2022  KatarBrons
Króatar fagna marki gegn brössum á HM 2014

Þjóðadeildin

2023: Silfur

Þjálfarar

ÞjálfariÁr
Dražan Jerković1990–1991
Stanko Poklepović1992
Vlatko Marković1993
Miroslav Blažević1994–2000
Mirko Jozić2000–2002
Otto Barić2000–2002
Zlatko Kranjčar2004–2006
Slaven Bilić2006–2012
Igor Štimac2012–2013
Niko Kovač2013–2015
Ante Čačić2015–2017
Zlatko Dalić2017–

Leikmenn

Leikmannahópur (EM 2021)

Markverðir

  • Lovre Kalinić (Hajduk Split)
  • Dominik Livaković (Dinamo Zagreb)
  • Simon Sluga (Luton Town)

Varnarmenn

  • Borna Barišić (Glasgow Rangers)
  • Domagoj Vida (Besiktas)
  • Duje Ćaleta-Car(Olympique de Marseille)
  • Mile Škorić (Osijek)
  • Dejan Lovren (Zenit Pétursborg)
  • Dino Perić (Dinamo Zagreb)
  • Josip Juranović (Hajduk Split)
  • Domagoj Bradaric (Lille)
  • Josko Gvardiol (Dinmo Zagreb)

Miðjumenn

Sóknarmenn

  • Ivan Perišić (FC Bayern München)
  • Ante Rebić(AC Milan)
  • Andrej Kramaric (1899 Hoffenheim)
  • Antej Budimir (Osasuna)
  • Bruno Petković (Young Boys)
  • Josip Brekalo (Vfl Wolfsburg)
  • Mislav Oršić (Dinamo Zagreb)

Leikjahæstu og markahæstu Leikmenn

Flestir leikir