Jendrik

Jendrik Sigwart fæddist 27. ágúst 1994 í Hamborg og er þýskur söngvari og tónlistarmaður. Hann var fulltrúi Þýskalands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 í Rotterdam[1] og lauk keppninni í næstsíðasta sæti.[2] Uppáhaldslagið hans í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva er Think About Things með Daða og Gagnamagninu.[3]

Jendrik
Upplýsingar
Fæddur27. ágúst 1994
Hamborg, Þýskaland
Ár virkur2016
StefnurPopp
HljóðfæriSöngur og Úkúlele
Vefsíðajendriksworld.com

Líf

Jendrik Sigwart

Jendrik fæddist í Hamborg og á fjögur systkini. Sem unglingur lærði hann að spila á píanó og fiðlu og nam söngleiksnám við háskólann Institut für Musik der Hochschule Osnabrück.[1] Á námsárum sínum kom hann fram í ýmsum söngleikjum, þar á meðal í My Fair Lady og Hairspray[1]. Einnig kom hann fram í Peter Pan[1][4] og Berlin, Berlin.[5]

Hann semur sín eigin lög sem hann birtir meðal annars á YouTube. Úkúlele er sérstaklega áberandi í hans tónlist. Í desember 2020 kynnti hann þrjú lög á styrktartónleikum fyrir flóttafólk í flóttamannabúðunum í Moria.[6] Hann býr með sambýlismanninum sínum í Hamborg.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Jendrik á sviðinu í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva

Í febrúar 2021 var tilkynnt að hann hefði verið valinn til að vera fulltrúi Þýskalands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 í Rotterdam. Lag hans I Don't Feel hate, sem hann samdi sjálfur og framleiddi í samvinnu við Christoph Oswald, kom út 25. febrúar 2021. Boðskapur lagsins er að svara ekki hatrinu sem slær þig með hatri, heldur að finna til vorkenna hatrinu.[7]

Á úrslitakvöldinu þann 22. maí 2021 fékk hann þrjú stig frá atkvæðagreiðslu dómnefndar (tvö stig frá Austurríki, eitt stig frá Rúmeníu) á meðan hann fékk engin stig frá áhorfendum. Jendrik lauk næstsíðasta sæti, en Bretlandi rak lestina með engin stig.[8]

Útgefið efni

Lög

  • 2021: I Don’t Feel Hate

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Jendrik“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. júni 2021.

Tenglar