Friðrik Friðriksson (prestur)

íslenskur prestur og stofnandi KFUM og K (1868-1961)

Séra Friðrik Friðriksson (f. 25. maí 1868 á Hálsi í Svarfaðardal – d. 9. mars 1961 í Reykjavík) var íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.

Í samstarfi við KFUM og KFUK stofnaði hann sumarbúðirnar Vatnaskógur. Þar samdi hann mörg lög sem eru enn sungin í dag.

Stytta af honum eftir Sigurjón Ólafsson stóð við Lækjargötu í Reykjavík.

Ásakanir um kynferðislegt misferli

Mikill styr varð um minningu Friðriks árið 2023 vegna útgáfu nýrrar ævisögu hans eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Í bókinni birtist frásögn frá áttræðum manni sem hafði sótt sunnudagsskóla hjá KFUM í barnæsku um að Friðrik hefði leitað á hann og káfað á honum þegar hann var drengur. Maðurinn kvað aðra drengi hafa lent í því sama hjá Friðriki.[1] Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði fleira fólk hafa leitað til Stígamóta vegna mála sem tengdust Friðriki.[2]

KFUM og KFUK gáfu út yfirlýsingu eftir umfjöllunina þar sem samtökin sögðu að ef hægt væri að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hefði gerst sekur um brot gagnvart börnum teldu þau slíkt uppgjör nauðsynlegt.[3]

Í kjölfar ásakananna samþykkti Borgarráð Reykjavíkur tillögu um að styttan af Friðriki við Lækjargötu skyldi tekin niður.[4]

Tenglar

  • Þórarinn Björnsson (29. mars 1993). „Í þjónustu hins mikla konungs“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 4-5.
  • „Friðrik Friðriksson [1] (1868-1961)“. Glatkistan. 3. mars 2021. Sótt 11. nóvember 2023.

Tilvísanir

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.