Dimitar Berbatov

Dimitar Ivanov Berbatov (b. Димитър Иванов Бербатов) (f. 30. janúar 1981 í Blagoevgrad í Búlgaríu) er búlgarskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði stöðu framherja . Hann vann fjórum sinnum til Búlgörsku verðlaunanna „leikmaður ársins“.

Dimitar Berbatov
Upplýsingar
Fullt nafnDimitar Ivanov Berbatov
Fæðingardagur30. janúar 1981 (1981-01-30) (43 ára)
Fæðingarstaður   Blagoevgrad, Búlgaría
Hæð1,88 m
LeikstaðaSóknarmaður
Yngriflokkaferill
1991–1999Pirin Blagoevgrad
Meistaraflokksferill1
ÁrLiðLeikir (mörk)
1998-2001CSKA Sofia50 (25)
2001-2006Leverkusen154 (69)
2006–2008Tottenham Hotspur F.C.70 (27)
2008–2012Manchester United105 (47)
2012-2014Fulham F.C.51 (19)
2014-2015AS Monaco38 (13)
2015-2016PAOK17 (4)
2017-2018Kerala Blasters9 (1)
Landsliðsferill
1998
1999-2010
Búlgaría U-21
Búlgaría
1 (0)
77 (48)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Ferill

Ferill Berbatov byrjaði hjá félaginu Pirin Blagoevgrad og hélt áfram þar þangað til þjálfarinn Dimitar Penev kom auga á hann.

CSKA Sofia

Þegar Berbatov var 17 ára gamall fetaði hann í fótspor föður síns og fór til félagsins CSKA Sofia. Hann var þar frá 1998 til 2001. Það sama ár skoraði hann 14 mörk í 27 deildarleikjum.

Bayer Leverkusen

Markatala hans, 9 mörk í 11 leikjum 2000-2001, tryggði Berbatov samning hjá Bayer Leverkusen í janúar 2001. Fyrsta leiktíð hans hjá Bayer Leverkusen gekk sæmilega en hann skoraði einungis 16 mörk í fyrstu 67 leikjum sínum. Berbatov spilaði hinsvegar stórt hlutverk í meistaradeildarleik á fyrstu leiktíð sinni og skoraði mjög minnisstætt mark gegn Lyon og annað gegn Liverpool í 4 liða úrslitum. Hann kom líka inn sem varamaður á 38. mínútu fyrir Thomas Brdaric í úrslitaleik gegn Real Madrid.

Tottenham Hotspurs

Þann 1. júlí 2006 gekk Berbatov svo í raðir úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur F.C. fyrir 10,9 milljón punda sem gerði hann að dýrasta búlgarska knattspyrnumanni sögunnar. Berbatov skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í fyrsta leik sínum fyrir Tottenham í vinaleik gegn Birmingham City.

Manchester United

Þann 1. september 2008 fór Berbatov til Manchester United fyrir um það bil £30.75 million punda og fékk hann þar treyju númer 9, fyrrverandi númer Louis Saha.

Berbatov skoraði svo sín fyrstu 2 mörk í 3-0 sigri United í meistaradeildarleik gegn liði Álaborgar, Aalborg BK. Hann skoraði svo sitt fyrsta deildarmark í 4-0 sigri á West Bromwich Albion þann 18. október 2008.

Fulham

Þann 31.ágúst 2012 fór Berbatov til Fulham og skrifaði han undir 2 ára samning en kaupverðið var ekki gefið upp. Berbatov hélt sama treyjunúmeri og hjá Manchester United eða númer 9.

Ferilsyfirlit

KlúbburTímabilDeildBikarDeildarbikarEvrópukeppnirAnnaðSamtals
LeikirMörkLeikirMörkLeikirMörkLeikirMörkLeikirMörkLeikirMörk
CSKA Sofia1998–99113530000166
1999–200027144230003416
2000–011190047001516
Samtals49269577006538
Bayer Leverkusen II2000–01760000000076
Bayer Leverkusen2000–01600000000060
2001–022486600112004116
2002–0324420107200336
2003–043316330000003419
2004–0533201120105004626
2005–063421230020003724
Samtals154691413303090020197
Tottenham Hotspur2006–073312533187004923
2007–083615226185005223
2008–09100000000010
Samtals7027759216120010246
Manchester United2008–09319310094004314
2009–103312102060104312
2010–113220200070114221
2011–1212710314110219
2012–130000000000
Samtals1084871512653114956
Fulham F.C.2012-13000000000000
Samtals000000000000
Samtals á ferli3801703724173793331517237