Dómsmálaráðuneyti Íslands

Dómsmálaráðuneyti Íslands er eitt af níu ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður þess er dómsmálaráðherra.

Dómsmálaráðuneytið
RáðherraJón Gunnarsson
RáðuneytisstjóriHaukur Guðmundsson[1]
StaðsetningSölvhólsgötu 7
101 Reykjavík
Vefsíða
Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Frá 2011 til 2017 fór innanríkisráðuneytið með málefni dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið tók til starfa 1. maí 2017.

Málefni ráðuneytisins

Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:[2]

Saga

Frá því að Ísland fékk Stjórnarráð árið 1904 fóru Ráðherrar Íslands með dóms- og kirkjumál þar til sér ráðherra var skipaður 1917, Jón Magnússon.

Ráðuneytið hét dóms- og kirkjumálaráðuneytið fram til 2009, þá var nafninu breytt yfir í dóms­mála- og mannréttindaráðuneytið (2009–2011) og meiri áhersla lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttindamála. Ráðuneytið hélt áfram að sjá um kirkjumál. Auk þess tók ráðuneytið þá við forræði yfir sveitastjórnarkosningum, fasteignamati, neytendamálum, og málum er vörðuð mansal.[3]

Árið 2011 sameinaðist ráðuneytið samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneytinu og var þá innanríkisráðuneytið myndað. Innanríkisráðuneytið var svo klofið árið 2017 í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Sjá einnig

Tilvísanir

Tenglar