CD Tenerife

Íþróttafélag Tenerife (á spænsku: Club Deportivo Tenerife) er knattspyrnufélag í borginni Santa Cruz de Tenerife á Tenerife á Spáni. Félagið var stofnað árið 1912 undir útlenska heitinu Sporting Club Tenerife[1] og spilar nú í annarri deild í knattspyrnu á Spáni. Einkennislitirnir eru hvítur og blár.

Club Deportivo Tenerife
Fullt nafnClub Deportivo Tenerife
Stofnað21. nóvember 1912 (1912-11-21) (111 ára)
LeikvöllurHeliodoro Rodríguez López
Stærð22.948
StjórnarformaðurMiguel Concepción Cáceres
KnattspyrnustjóriVictor Moreno Soler
DeildLa Liga 2
2021/225.
Heimabúningur
Útibúningur

Félagið hefur spilað 13 leiktíðir í efstu deild (La Liga) og 42 leiktíðir í annarri deild. Síðast spilaði liðið í La Liga árið 2010. Út frá stigafjölda í fyrstu deild er liðið 28. besta knattspyrnulið Spánar (á þeim lista er Real Madrid efst), og var 137. besta knattspyrnulið 20. aldar í Evrópu skv. Alþjóðlega knattspyrnutölfræðifélaginu.

Leikur Tenerife á móti hinu portúgalska CD Nacional frá Madeira árið 1925.

Liðið hefur tvisvar lent í fimmta sæti í La Liga (1992–93 og 1995–96), það komst í undanúrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu veturinn 1996–97, og sigrað Hans Gampers-bikarinn á móti FC Barcelona árið 1993. Mikill keppnisrígur helst milli íþróttafélags Tenerife og íþróttasambands Las Palmas.

Tilvísanir

Heimildir