Böðvar Guðmundsson

Böðvar Guðmundsson (f. 9. janúar 1939) er íslenskur rithöfundur, ljóðskáld, söngtextahöfundur, lagasmiður, gítarleikari, þýðandi, leikskáld og kennari. Þekktustu verk hans eru vesturfarasögurnar svokölluðu en það eru bækurnar Híbýli vindanna og Lífsins tré.

Ævi

Böðvar fæddist á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Foreldrar hans voru Guðmundur Böðvarsson skáld (1904-1974) og Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja (1911-1971).[1] Böðvar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962 og varð cand mag. í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1969. Hann stundaði nám í Þýskalandi 1964-1965 og í Frakklandi 1972-1973. Hann var stundakennari við Réttarholtsskóla 1962-1963 og síðar við Christians Albrechts Universität í Kiel, var íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1969-1974, var stundakennari við heimspekideild Háskóla Íslands 1970-1972 og kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1974-1980. Hann var stundakennari við Leiklistarskóla Íslands 1981-1983 og sendikennari við Háskólann í Bergen 1983-1987.

Böðvar hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1996 fyrir skáldsöguna Lífsins tré, sjálfstætt framhald Híbýla vindanna. Bækurnar nutu mikilla vinsælda og var leikgerð bókanna sett á svið í Borgarleikhúsinu leikárið 2004 - 2005. Böðvar var tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Enn er morgunn 2009. Böðvar hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1999.[2]

Böðvar hefur þýtt fjölmargar bækur, ljóð og texta. Meðal verka hans má nefna bókina Kalli og Sælgætisgerðin Geymt 15 júní 2021 í Wayback Machine en fyrir þá bók fékk Böðvar viðurkenningu fyrir best þýddu barnabókina árið 1983.

Skáldverk Böðvars Guðmundssonar;

Barnabækur

  • Krakkakvæði (2002)

Leikrit

  • Krummagull (1975)
  • Skollaleikur (1976)
  • Heimilisdraugar (1979)
  • Grísir gjalda gömul svín valda (1979)
  • Úr aldaannál (1982)
  • Þórdís Þjófamóðir(1982)
  • Gamli maðurinn og kvennmannsleysið (1987)
  • Ása Prests (1989)
  • Ættarmótið (1990)
  • Fátækt fólk (1990)
  • Kvennaskólaævintýrið (1995)
  • Tveir menn ein ævi (1995)
  • Nýir tímar (1999)

Ljóðabækur

  • Austan Elivoga (1964)
  • Í mannabyggð (1966)
  • Burtreið Alexanders (1971)
  • Vatnaskil (1986)
  • Heimsókn á heimaslóð (1989)
  • Þrjár óðarslóðir (1994)

Söngvasafn

Alþýðusöngbókin (2009)

Skáldsögur

Smásagnasöfn

  • Sögur úr seinni stríðum (1978)
  • Kynjasögur (1992)

Bréfasafn

  • Bréf Vestur-Íslendinga I (2001)
  • Bréf Vestur-Íslendinga II (2002)

Fræðibækur

  • Norrænir guðir í nýju landi: Íslensk heiðni og goðsögur (2015)
  • Jónas Hallgrímsson: Ævimynd (2007)

Hljómplötur

Þjóðhátíðarljóð (1974)
Það er engin þörf að kvarta (1981)

Þýðingar Böðvars Guðmundssonar yfir á íslensku;

verkár
Húsið í stóru Skógum1979
Húsið við ána1981
Kalli og sælgætisgerðin1983Viðurkenning Reykjavíkurborgar fyrir best þýddu barnabókina
Og sagði ekki eitt einasta orð1983
Sagan endalausa1984
Hvað gerðist þá1992
Ja þessi Emil1992
Innreið nútímans í norrænar bókmenntir1994
Tölvubilía barnanna2000
Spóla systir2001
Það er komin Halastjarna2003
Ljóti andarunginn2004
Litla stúlkan með eldspíturnar2004
Eldfærin2004
Nýju fötin keisarans2004
Næturgalinn2004
Gáruð vötn2005
Steinn með gati2005
Leiðarvísirinn2005
Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus2006
Reiði Múlgarata2006
Tréð í járnskóginum2006
Leyndarmál Lúsindu2006
Óróabók úr sveitinni2007
Tannabókin þín - allt um tennurnar okkar2007
Óróabók úr frumskóginum2007
Söngur Vatnadísarinnar2007
Risavandi2008
Elskar mig – elskar mig ekki2010Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
Frumskógarbókin - saga Mógla2010
Edgar Sawtelle2011
Umskipti2013

Þá eru ótaldar fjölmargar ljóða- og textaþýðingar í ýmsum verkum.

Tenglar

Tilvísanir