Ayurveda

Ayurveda eru óhefðbundnar lækningar sem eiga rætur sínar að rekja til Indlands.

Samkvæmt Ayurvedakenningunum eru fimm kraftar að verki í einstaklingnum „prakriti“ sem séu þeir sömu og í náttúrunni: ljósvakinn, loft, vatn, eldur og jörð. Vissir kraftar eigi að geta komið á jafnvægi í einstaklingnum og það sé jafnvægi þeirra sem stuðli að góðri heilsu. Síðan séu þættir sem hafi lífeðlisfræðileg áhrif á þessa frumkrafta.

Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin.

Ayurveda telst til gervivísinda.[1][2][3] Nokkurt magn Ayurveda-náttúrulyfja inniheldur þungmálma.

Tilvísanir