Andvana fæðing

Andvana fæðing kallast það þegar barn sem komið er á seinni helming meðgöngu fæðist dáið.[1][2] Deyi fóstur fyrir 20. viku meðgöngu kallast það fósturlát.[1] Um eitt af hverjum 160 börnum fæðist andvana.[1]

Orsökin er oft óþekkt. Helstu orsakir eru vandamál í fæðingu, ákveðnar sýkingar í móður (malaría, HIV), kvillar sem hrjá móður (líkt og hár blóðþrýstingur, sykursýki, og offita), óeðlileg fylgja eða naflastrengur, og meðfæddir gallar.[3][4][5]

Tenglar

Tilvísanir