7. ágúst

dagsetning
JúlÁgústSep
SuÞrMiFiLa
123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
2024
Allir dagar


7. ágúst er 219. dagur ársins (220. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 146 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2000 - Vefurinn DeviantART hóf göngu sína.
  • 2000 - Flugslysið í Skerjafirði: Leiguflugvél á leið frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með sex manns um borð hrapaði í sjóinn í Skerjafirði.
  • 2008 - Georgíumenn og Rússar hófu stríð um yfirráð í Suður-Ossetíu.
  • 2009 - Fellibylurinn Morakot gekk yfir Taívan með þeim afleiðingum að 500 létust í verstu flóðum sem orðið höfðu á eyjunni í hálfa öld.
  • 2010 - Juan Manuel Santos tók við embætti forseta Kólumbíu.
  • 2011 - Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna vegna opinberra skulda.
  • 2012 - Blóðbaðið í Houla: Sýrlandsher drap 92, þar af 30 börn, í Houla-héraði.
  • 2014 - Tveir leiðtogar Rauðu kmeranna, Nuon Chea og Khieu Samphan, voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
  • 2018 - Bandaríkin settu viðskiptaþvinganir á Íran.

Fædd

Dáin