30. ágúst

dagsetning
JúlÁgústSep
SuÞrMiFiLa
123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
2024
Allir dagar

30. ágúst er 242. dagur ársins (243. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 123 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 257 - Sixtus 2. varð páfi.
  • 1720 - Jón Vídalín Skálholtsbiskup andaðist 54 ára gamall á leið norður Kaldadal, er hann var kominn þar sem nú heitir Biskupsbrekka til minningar um þennan atburð.
  • 1779 - Í Kaupmannahöfn stofnuðu Íslendingar Hið íslenska lærdómslistafélag og var Jón Eiríksson forseti þess. Markmiðið var að fræða Íslendinga um bústjórn og bæta vísindaþekkingu þeirra og bókmenntasmekk. Félagið starfaði til 1796.
  • 1874 - Haldin var önnur þjóðhátíð í Reykjavík í besta veðri, en mörgum þótti sú sem fyrr var haldin í mánuðinum hafa tekist verr en skyldi.
  • 1919 - Maurice Ralph Hilleman fæddur. Hann var bandarískur örverufræðingur sem sérhæfði sig í bólusetningum. Hann þróaði yfir 36 bóluefni, meira en nokkur annar vísindamaður.
  • 1966 - Tvær trillur sigldu fram á marsvínavöðu sem þær ráku á undan sér upp í landsteinana við Laugarnes í Reykjavík þar sem þrjú þeirra voru drepin.
  • 1967 - Eldur kom upp í vöruskemmum Eimskipa við Borgartún í Reykjavík, en þar voru þúsundir tonna af vörum í geymslu. Slökkvilið barðist við eldinn í rúmlega sólarhring. Eignatjón varð meira en áður hafði orðið í eldsvoða á Íslandi.
  • 1975 - Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það tók gildi.
  • 1981 - Forseti Írans, Muhammed Ali Rajai, og forsætisráðherrann, Muhammed Javad Bahonar, voru myrtir.
  • 1983 - Guion Bluford varð fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn í geimnum í leiðangrinum STS-8 með geimskutlunni Challenger.
  • 1984 - Geimskutlan Discovery fór í jómfrúrferð sína.
  • 1991 - Aserbaísjan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
  • 1992 - Umsátrinu um Ruby Ridge lauk þegar Randy Weaver gafst upp. Þá voru eiginkona hans, 14 ára sonur og einn lögreglufulltrúi látin.
  • 1993 - Late Show með David Letterman hóf göngu sína á CBS.
  • 1994 - Fyrsta breiðskífa bresku hljómsveitarinnar Oasis, Definitely Maybe, kom út.
  • 1995 - NATO hóf sprengjuárásir á her Bosníuserba í Bosníu og Hersegóvínu.
  • 1995 - Dauðarefsingar voru aftur teknar upp í New York-fylki eftir 18 ára hlé.

Fædd

Dáin