2. apríl

dagsetning
MarAprílMaí
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2024
Allir dagar


2. apríl er 92. dagur ársins (93. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 273 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 999 - Gerbert d'Aurillac varð Silvester 2. páfi.
  • 1285 - Giacomo Savelli varð Honóríus 4. páfi.
  • 1305 - Loðvík krónprins Frakklands, síðar Loðvík 10., varð konungur Navarra sem Loðvík 1. við lát móður sinnar. Skömmu áður hafði hann gengið að eiga Margréti af Búrgund.
  • 1453 - Umsátrið um Konstantínópel hófst.
  • 1725 - Jarðskjálftar við upphaf Heklugoss voru „skelfilegir“ að sögn Hítardalsannáls.
  • 1801 - Breski flotinn undir stjórn Nelsons flotaforingja gjörsigraði danska flotann við Kaupmannahöfn.
  • 1831 - Lorentz Angel Krieger varð stiftamtmaður á Íslandi.
  • 1868 - Ranavalona 2. tók við völdum sem drottning Madagaskar.
  • 1877 - Talsvert tjón varð í Reykjavík og nágrenni í norðanstormi sem stóð í tvo daga.
  • 1898 - Hjálpræðisherinn stofnaði gistiheimili við Kirkjustræti í Reykjavík.
  • 1900 - Setning Forakerlaganna í bandaríska þinginu veitti Púertó Ríkó heimastjórn.
  • 1902 - Fyrsta kvikmyndahúsið í Bandaríkjunum, Electric Theatre, var opnað í Los Angeles í Kaliforníu.
  • 1908 - Tólf menn fórust en einn bjargaðist er bátur fórst í lendingu við Stokkseyri.
  • 1928 - Fyrsta íslenska konan fékk lyfsöluleyfi, Jóhanna Magnúsdóttir, sem rak Lyfjabúðina Iðunni í Reykjavík í áratugi.
  • 1930 - Haile Selassie var lýstur keisari Eþíópíu.
  • 1968 - Kennitölur voru teknar upp í Danmörku.
  • 1968 - Sprengjur sprungu í tveimur verslunum í Frankfurt am Main. Andreas Baader og Gudrun Ensslin voru síðar handtekin og kærð fyrir íkveikju.
  • 1973 - Stafrófsmorðin: Wanda Walkowicz hvarf í Rochester (New York).
  • 1973 - LexisNexis opnaði fyrir tölvukeyrða leit í dómasafni.
  • 1976 - Rauðu kmerarnir neyddu Norodom Sihanouk til að segja af sér konungstign í Kampútseu.
  • 1978 - Bandarísku sjónvarpsþættirnir Dallas hófu göngu sína á CBS.
  • 1980 - St. Pauls-uppþotin hófust í Bristol.
  • 1982 - Argentína gerði innrás á Falklandseyjar og hóf þannig Falklandseyjastríðið.
  • 1983 - Stór olíuleki varð í Persaflóa úr íranskri olíulind sem Írakar höfðu sprengt.
  • 1984 - Rakesh Sharma varð fyrsti Indverjinn sem flaug út í geim með sovéska geimfarinu Sojús T-11.
  • 1989 - Suðurafríska landamærastríðið: Átök brutust út milli skæruliða SWAPO og lögreglu Suðvestur-Afríku.
  • 1991 - Eldgos hófst í Pínatúbó á Filippseyjum.
  • 1991 - Verð neysluvara tvö- og þrefaldaðist í Sovétríkjunum.
  • 1992 - John Gotti var dæmdur í ævilangt fangelsi í New York-borg, fyrir morð og skipulagða glæpastarfsemi.
  • 1998 - Maurice Papon var dæmdur í fangelsi í Frakklandi fyrir að hafa sent gyðinga í útrýmingarbúðir nasista í Síðari heimsstyrjöld.
  • 2002 - Ísraelsher settist um Fæðingarkirkjuna í Betlehem þar sem skæruliðar höfðu komið sér fyrir.
  • 2004 - Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía urðu fullgildir meðlimir í NATO.
  • 2007 - Jarðskjálfti að stærðargráðu 8,1 á Richter skók Salómonseyjar og olli flóðbylgju.
  • 2007 - Reykingabann á almannafæri og vinnustöðum tók gildi í Wales.
  • 2009 - Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims funduðu í London.
  • 2012 - Forseti Ungverjalands, Pál Schmitt, sagði af sér vegna ásakana um ritstuld í doktorsritgerð forsetans frá 1992.
  • 2013 - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Vopnasölusáttmálann.
  • 2015 - 148 voru myrtir af hryðjuverkamönnum Al-Shabab í háskólanum Garissa University College í Kenýa.
  • 2016 - 193 létust í átökum milli herja Aserbaísjan og Armeníu í Nagornó-Karabak.
  • 2017 - Rútuslysið í Härjedalen: Þrjú ungmenni létust og yfir 30 slösuðust þegar rúta fór út af veginum í Svíþjóð.
  • 2018 - Bandaríkjastjórn lýsti því yfir að viðskiptahættir Kínverja ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
  • 2019Abdelaziz Bouteflika sagði af sér sem forseti Alsír eftir nokkurra mánaða mótmæli gegn áframhaldandi stjórn hans.
  • 2020 – Sagt var frá því að fjöldi smita af völdum COVID-19 væri kominn yfir 1.000.000 manns á heimsvísu.
  • 2021 - Rússar hófu liðssafnað við landamæri Úkraínu og vöruðu NATO-ríki við að senda herlið þangað.
  • 2022 - Tveggja mánaða vopnahlé hófst í borgastyrjöldinni í Jemen.
  • 2023 - Jakov Milatović var kjörinn forseti Svartfjallalands.
  • 2023 - Sameiningarflokkurinn vann kosningasigur í Finnlandi undir stjórn Petteri Orpo.

Fædd

Dáin