17. febrúar

dagsetning
JanFebrúarMar
SuÞrMiFiLa
123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829
2024
Allir dagar


17. febrúar er 48. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 317 dagar (318 á hlaupári) eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2000 - Microsoft gaf út Windows 2000.
  • 2002 - 150 létust þegar skæruliðar í Nepal gerðu árás á stjórnarhermenn og embættismenn.
  • 2003 - Egypska trúarleiðtoganum Abu Omar var rænt af útsendurum CIA í Mílanó.
  • 2006 - Allt að 1800 manns létust í aurskriðu á eyjunni Leyte á Filippseyjum.
  • 2008 - Kosóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu.
  • 2008 - Yfir 100 létust í hryðjuverkaárásum í Kandahar í Afganistan.
  • 2009 - 368 sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum hættu hliðrænum útsendingum.
  • 2012 - Forseti Þýskalands, Christian Wulff, sagði af sér vegna ásakana um spillingu.
  • 2016 - 28 létust í sprengjutilræði í Ankara í Tyrklandi.

Fædd

Dáin