1636

ár

Árið 1636 (MDCXXXVI í rómverskum tölum) var 36. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.

Árþúsund:2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Kort af Brimarhólmi í Kaupmannahöfn frá 1728. Hringtorgið vinstra megin er Kongens Nytorv.

Ódagsettir atburðir

  • Harmleikurinn Le Cid eftir Pierre Corneille var frumsýndur.
  • Síðara Jinveldið í Kína var nefnt Tjingveldið þegar Mansjúmenn lögðu héraðið Liaoning undir sig og gerðu Shenyang að höfuðborg.
  • Frakkland lýsti keisaranum stríði á hendur og gerði nýjan styrktarsamning við Svíþjóð í heimsókn Axel Oxenstierna þangað.
  • Fasilídes Eþíópíukeisari stofnaði borgina Gondar.
  • Roger Williams stofnaði nýlenduna Rhode Island í Nýja heiminum.
  • Fyrsta samkomuhús gyðinga í Nýja heiminum, Kahal Zur Israel, var stofnað af Hollendingum í Recife.
  • Oxford University Press var stofnuð þegar Oxford-háskóli fékk leyfi til að stofna prentsmiðju.
  • Arkitektinn Nicodemus Tessin eldri settist að í Svíþjóð.

Fædd

Dáin

Opinberar aftökur

  • Jón Steingrímsson, böðull á Bessastöðum suður, tekinn af lífi í Kópavogi fyrir blóðskömm.
  • Ónafngreind stjúpdóttir Jóns einnig tekin af lífi í Kópavogi, fyrir sömu sök.[1]
  • Systkinin Rustikus og Alleif frá Miðnesi suður voru tekin af lífi í Gullbringusýslu fyrir blóðskömm.
  • Ónafngreindri konu, sem titluð er bústýra í annálum, drekkt í Haukadal vestur, fyrir dulsmál.
  • Fjórir ónafngreindir karlmenn hengdir fyrir þjófnað á Suðurlandi.[2]
  • Ein ónafngreind kona var og hengd fyrir þjófnað á Laugarbrekkuþingi[3][4]

Tilvísanir