10. september

dagsetning
ÁgúSeptemberOkt
SuÞrMiFiLa
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930
2024
Allir dagar


10. september er 253. dagur ársins (254. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 112 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2001 - Antônio da Costa Santos, borgarstjóri Campinas í Brasilíu, var myrtur.
  • 2002 - Sviss gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
  • 2005 - Skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri við Laugarnes. Fjórir voru um borð og tveir fórust.
  • 2006 - Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti að hann myndi hætta keppni í lok ársins.
  • 2008 - Róteindageislinn í Stóra sterkeindahraðlinum í CERN í Genf var settur af stað.
  • 2010 - 25 manns voru myrtir á einum degi í Ciudad Juárez í Mexíkó.
  • 2010 - Sprengja sprakk á Hotel Jørgensen í Kaupmannahöfn. Sá eini sem særðist var hryðjuverkamaðurinn Lors Doukaiev sem var handtekinn í kjölfarið.
  • 2011 - 240 létust og yfir 620 björguðust þegar ferjan MV Spice Islander I sökk við strendur Zanzibar.
  • 2015 - Vísindamenn sögðu frá uppgötvun áður óþekktrar manntegundar, Homo naledi, í Suður-Afríku.

Fædd

Dáin