Ólöf K. Sigurðardóttir

Ólöf Kristín Sigurðardóttir (f. 1961) er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.

Ævi og starf

Ólöf er fædd og uppalin í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982. Hún fór í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist frá málaradeild árið 1989. Hún tók meistaragráðu í stjórnun listastofnana frá School of the Art Institute of Chicago árið 2003.[1]

Ólöf varð safnstjóri Hafnarborgar (menningar og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar) árið 2008 og safnstjóri Listasafns Reykjavíkur árið 2015.[1]

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur stýrt sýningum bæði hér heima og erlendis og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan myndlistarheimsins, samhliða stjórnunarstörfum á sviði myndlistar og menningar. Hún hefur einnig sinnt kennslu innan háskólasamfélagsins og trúnaðarstörfum fyrir safnamenn. Þar má nefna setu í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar sem ber ábyrgð á vali fulltrúa og framkvæmd á þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum, formennsku Íslandsdeildar ICOM – Alþjóðaráðs safna og setu í Myndlistarráði.

Meðal listamanna sem Ólöf hefur stýrt sýningum hjá eru:

Tilvísanir