Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Á hinni íslensku Wikipedíu eru nú 58.640 greinar.

Grein mánaðarins

Aleksandra Kollontaj var marxísk byltingarkona úr röðum mensévika og síðan bolsévika frá árinu 1915. Á árunum 1917–1918 var Kollontaj þjóðfulltrúi heilbrigðismála í ríkisstjórn bolsévika eftir rússnesku byltinguna. Hún var fyrsta kona í heimi sem hlaut ráðherrastöðu í ríkisstjórn lands. Árið 1922 varð Kollontaj meðlimur í sendinefnd Sovétríkjanna til Noregs og varð brátt formaður hennar. Hún var ein fyrsta kona í heimi sem fór fyrir slíkri nefnd.

Í fréttum

Keir Starmer

Yfirstandandi: Átökin í Súdan  • Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Stríð Ísraels og Hamas  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Jon Landau (5. júlí)  • Ragnar Stefánsson (25. júní)  • Donald Sutherland (20. júní)  • Ellý Katrín Guðmundsdóttir (13. júní)  • Róbert Örn Hjálmtýsson (12. júní)


Atburðir 10. júlí

  • 2011 - 128 manns drukknuðu í ánni Volgu skammt frá Kazan í Rússlandi þegar skemmtiferðaskip sökk.
  • 2011 - Síðasta tölublað tímaritsins News of the World kom út.
  • 2017 - Íraksher lýsti því yfir að Mósúl væri frelsuð úr höndum Íslamska ríkisins.
  • 2017 - Citybanan, ný neðanjarðarlestargöng undir miðborg Stokkhólms, voru vígð.
  • 2018 - 12 drengjum var bjargað úr hellinum Tham Luang Nang Non í Taílandi eftir að hafa verið þar fastir í 17 daga.
  • 2019 - Síðasta Volkswagen-bjallan var framleidd í Mexíkó.
  • 2020 - Búlgaría og Króatía fengu aðgang að gengissamstarfi Evrópu sem er aðdragandi þess að taka upp evru.
  • 2020 - Recep Tayyip Erdoğan gaf út tilskipun sem gerði Ægisif aftur að mosku, en hún hafði árið 1934 verið gerð að safni.
  • 2023 - Eldgos hófst við Litla-Hrút á Reykjanesskaga.

Vissir þú...

Morðið á Abraham Lincoln
Morðið á Abraham Lincoln
  • … að fyrirhuguð stytta af kettinum Sushi í Garðabæ verður fyrsta styttan reist til heiðurs ketti á Íslandi?
Efnisyfirlit